Það var óvænt að losna hjá okkur maðkaopnun í Eystri Rangá dagana 1-4.09. Maðkaopnun er svo kölluð þegar opnað er fyrir bæði spún og maðk eftir að eingöngu hefur verið notuð fluga sumarið á undan. Oftast veiðist mjög vel í maðkaopnun og er þetta spennandi kostur fyrir stóra vinahópa eða vinnustaði.
Annars er heilt yfir farið að minnka framboðið í Eystri Rangá en þó má enn finna marga góða bita.
Hér má skoða framboðið í : Eystri Rangá . Einnig eigum við nokkur holl á góðum tíma sem eru ekki í vefsölunni.
Af öðrum svæðum er það að frétta að lítið er orðið eftir í Affallinu en við eigum holl á flottum tíma eftir sem sjá má hér: Affall leyfi
Við eigum enn frábæra daga í Þverá í Fljótshlíð. Nú er hægt að kaupa eina stöng í einn dag í senn í Þverá á góðu verði.
Hér má skoða leyfi í: Þverá í Fljótshlíð
Við vorum svo að setja í gang sölu á Neðra Svæði Austurbakka Hólsár með þeirri nýjung að það verður veiðihús fyrir svæðið í sumar. Seldar verða tvær og tvær stangir saman og fylgir hverjum pakka hús sem samanstendur af svefnaðstöðu fyirir fjóta og sameinginlegu rými þar sem menn matast og spjalla.
Hér má skoða leyfi á: Neðra Svæði Austurbakka Hólsár
Kær veiðikveðja
Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is
S:7937979