You are currently viewing Laxveiðin að byrja á Austurbakka Hólsár
Laxveiðin að byrja á Austurbakka Hólsár

Nú er allt að verða klárt fyrir fyrstu veiðimennina sem ætla að reyna við laxinn í Hólsá. Við heyrðum af því að tveir selir hefðu sést í ánni fyrir utan háa bakka rétt fyrir ofan veiðihúsið og lax hefði sést stökkva í framhaldi. Einnig sást selur í Ytri Rangá sem var búinn að svamla alla leið upp í Hrafnatóftir og ekki er hann að synda þetta nema hann sé á eftir einhverju.

Við erum þvi nokkuð vissir um að lax er farinn að ganga á vatnasvæði Rangánna en þessi sem sást í Hólsá gæti vel verið kominn langt upp í Eystri núna. Á þessum tíma er þetta spurning um að hitta á þá á göngu en fyrsti laxinn í Hólsá veiddist fyrsta júní í fyrra.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is