You are currently viewing Fréttir af ársvæðum Kolskeggs
Fréttir af ársvæðum Kolskeggs

Jæja, þetta er allt að koma til svei mér þá og næsta vika verður spennandi! Besti dagurinn í Eystri Rangá hingað til var í gær þegar 43 laxar komu á land, enn er að ganga stórlax og er hann ennþá í meirhluta aflans veiðimönnum til mikillar ánægju. Smálaxinn er þó farinn að sýna sig í auknum mæli en hann á mikið inni blessaður og við bíðum eftir að áin bláni af smálaxi.

Eystri Rangá var í gær búin að gefa 492 laxa sem er ekkinærri eins mikið og á sama tíma í fyrra en við spyrjum að leikslokum, þetta er allt að koma.

Af Hólsá Austurbakka er það að frétta að þar hefur líka verið með líflegra móti og síðasta heila holl var með 32 laxa. Hólsá er núna komin í 105 laxa og á mikið inni enn.

Þverá og Affall hafa ekki farið varhluta af rólegheitum en þar er líka að lifna við. Þannig heyrðum við af fjórum löxum í hvorri á í morgun og veiðimenn urður varir við nýjan fisk að skríða inn.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is