You are currently viewing Góð byrjun í Eystri Rangá!
Góð byrjun í Eystri Rangá!

Eystri Rangá opnaði að morgni dags þann 20.06 og er það breyting frá fyrri árum þegar áin opnaði 15.06. Við renndum algerlega blint í sjóinn á opnunardeginum þar sem enginn hafði orðið var við lax dagana á undan. En hann var vissulega þarna, bara var ekkert að sýna sig!

Fyrsti laxinn á opnunardaginn kom á land úr Hrafnaklettum og var það undirritaður sem var þess heiðurs aðnjótandi að fá að landa glæsilegum 95 cm hæng. BÆNG, þetta er byrjað! Á opnunardaginn komu svo 8 aðrir laxar á land og daginn eftir var bætt um betur þegar 11 laxar komu á land. Þetta er rosaleg bæting frá því í fyrra þegar eingöngu 13 laxar voru komnir á land 29.06 eftir fimmtán daga veiði!

Laxarnir í ár voru sérlega vel haldnir stórlaxar á bilinu 78 -95 cm og var veiðin nokkuð dreifð um ána, lax kom á öllum svæðum nema svæði 9 en neðstu svæðin voru best eins og venja er í byrjun. Sjá má á myndinni Mikael með glæsilega 93 cm lax.

Við eigum enn stangir á góðu verði næstu daga viljir þú reyna við stórlaxinn. Hægt er að kaupa leyfi beint hér: https://kolskeggur.is/product-category/eystri-ranga/

Eins má geta þess að það losnuðu vegna forfalla tvær stangir 1-4.07 og best að hafa samband í tölvupósti hafir þú áhuga á þeim

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is