You are currently viewing Veiðin – blessuð veiðin
Veiðin – blessuð veiðin

Eystri Rangá heldur áfram í ágætis gír þó ekki sé þetta jafn gott og í fyrra. En þetta er gott að mörgu leyti og menn eru að fara brosandi heim, þar skiptir máli að mikið er að veiðast ennþá af sérlega vel höldnum stórlaxi. Aðstæður í síðustu viku voru heldur ekki upp á það besta með sól, glæru og litlu vatni.

Affallið og Þverá liðu fyrir aðstæður þar sem lítil taka var og var því vikuveiðin í báðum ám fremur dræm. Nú þrufum við að fá rigningu og við erum að vonast til að spár um það í næstu viku rætist.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð