Hólsá Austurbakki -Sjóbirtingur

6 stangir og sjálfsmennskuhús

Frábært veiðisvæði fyrir allt að 12 manna hópa sem vilja vera sjálfum sér nægir! Veiðisvæði í sjóbirtingsveiði Austurbakka Hólsár nær frá ármótum Eystri Rangár og alla leið að sjó. Góð sjóbirtingsveiði hefur alltaf verið á vatnasvæðinu og við ætlum að auka veg hans enn frekar með skyldusleppingum á birtingi og seiðasleppingum. Eitt besta sjálfsmennskuhús landsins fylgir með svæðinu. 

Sjóbirtingsá!

Í Hólsá og á vatnasvæði Rangánna hefur alltaf verið sterkur stofn af sjóbirting. Áður en laxaævintýrið tók yfir var uppistaðan í veiðinni sjóbirtingur sem getur orðið rígvænn. Dæmi eru um fiska vel yfir 20 pundin enda ársvæðið sem fóstrar þá stórt og mikið.

Við ætlum að leggja okkar af mörkum til að byggja upp stofninn enn frekar með skyldusleppingum á birtingi og seiðalseppingum að auki. Skráð veiði á sjóbirting árið 2020 var á fjórða hundrað en við teljum að þeir hafi verið mun fleiri.

Við seljum holl í sjóbirtingsveiði á vorin og haustin á góðum kjörum. Verð í apríl er frá 200 þús per tveggja daga holl eða 16 þús á mann ef 12 eru saman!

Það eru margir vinahóparnir og stórfjölskyldurnar sem koma í Hólsá ár eftir ár enda fer þar saman mjög góð aðstaða og frábær veiði.

Veiðihús

Glæsilegt veiðihús er rétt neðan við ármót Eystri Rangár/Þverár. Í húsinu eru sex rúmgóð tveggja manna herbergi – öll með sér baðherbergi. Rúmgóð setustofa er í húsinu og fullbúið eldhús þar sem menn geta töfrað fram veislumáltíðir að veiði lokinni.  

Hundrað fermetra verönd umlykur húsið með útsýni yfir ána og stórkostlega fjallasýn þar sem drottningin Hekla gnæfir í fjarska. Að sjálfsögðu er grill á veröndinni og aðstaða til að sitja.

Rúmgóður heitur pottur er við húsið og sér bygging með vöðlugeymslu ásamt frysti og kæli fyrir aflann.

Almennar upplýsingar

Staðsetning: Rangarvallarsýsla í nágrenni
Hvolsvallar um 100 km frá Reykjavík.
Veiðisvæði: Allt svæðið frá Ármótum og að ós 01.04-01.07 og 10.08 – 20.10
Tímabil: 1/4 – 20/10.
Daglegur veiðitími:
1/4-31/5 = 8-20 án hlés
20/9-20/10 = 8-20 án hlés

Síðasta dag veiði má veiða til kl 12:00 og hús rýmt kl 13:00

Skiptingar: Menn komi sér saman um skiptingar í bróðerni.
Bestu flugur: Þekktar fyrir sjóbirting og straumflugur eins og t.d. Nobbler, Black Ghost og fleira.
Leyfilegt agn:  Fluga og spúnn 01.04 -31.05 og 20.09 – 20.10.  
Kvóti: Leyfilegt er að hirða 4 smálaxa á stöng á vakt. Skylda að sleppa löxum yfir 70 cm í klakkistur. Skylt er að sleppa öllum sjóbirting aftur í ána.
Stangir:  6 stangir seldar

Staðhættir og aðgengi er gott, bílfært er að langflestum veiðistöðum. 

Veiðimenn mega koma í hús kl 14:30 á fyrsta veiðidegi en skulu rýma hús kl 13 á þeim síðasta. 

Veiðibók liggur frammi í húsi. Skylt er að skrá allan afla daglega og tilkynna merkta fiska til umsjónarmanns.

Veiðiumsjón

Gunnar Guðjónsson
696 1200

Veiðihús

860 Hvolsvöllur
487 5580

Sala veiðileyfa

Jóhann Davíð Snorrason
793 7979

Skráðu þig í vildarklúbbinn!