Hólsá Austurbakki - Aðalsvæði

6 stangir 

Frábært veiðisvæði fyrir allt að 12 manna hópa sem vilja vera sjálfum sér nægir! Allur lax sem gengur í Þverá og Rangárnar fer í gegn um Hólsá og er því gríðarlegt magn af laxi sem fer þarna í gegn. Leyfilegt er að veiða með flugu, maðki og spún á svæðinu. 

Frábær laxveiði!

Eftir að farið var að sleppa seiðum í stórum stíl í Rangárnar og einnig í Hólsána sjálfa hefur laxveiðin stóraukist og í dag er Hólsá á meðal betri veiðisvæða landsins. Árið 2020 var skráð veiði yfir 900 laxar en víst er að ekki var allt skráð. 

Hólsá hefur oft verið einna fyrst til að gefa lax á Íslandi og oft koma þeir fyrstu þar á land í byrjun júní. Yfir hásumarið er handagangur í öskjunni í Hólsá en þá getur verið ævintýraleg veiði þegar göngurnar koma í gegn. 

Það eru margir vinahóparnir og stórfjölskyldurnar sem koma í Hólsá ár eftir ár enda fer þar saman mjög góð aðstaða og frábær veiði.

Hér er hægt að ná í veiðistaðalýsingu: Hólsá veiðistaðalýsing 

Almennar upplýsingar

Staðsetning: Rangarvallarsýsla í nágrenni
Hvolsvallar um 100 km frá Reykjavík.
Veiðisvæði: 01.07-31.08 – Frá og með veiðistað númer 28 – Ármót til og með veiðistað númer 14.
20.06 -30.06 og 01.09 -20.10 – allt svæðið.
Tímabil lax: 20/6 – 20/10.
Daglegur veiðitími:
20/6-19/8 = 07-13 og 16-22.
20/8-19/9 = 07-13 og 15-21.
20/9-20/10 = 8-20 án hlés

 

Skiptingar: Þrjár stangir frá Ármótum að brú og þrjár stangir frá brú að Djúpós. Þrír tíma í senn. 
Bestu flugur:  Bismó, Rangár Bismó, Friggi, Frances Cone, Þýsk Snælda, Skuggi, Sunray,
Leyfilegt agn: Fluga, spúnn og maðkur.
Kvóti: Leyfilegt er að hirða  3 smálaxa á stöng á vakt. Skylda að sleppa löxum yfir 70 cm í klakkistur. Skylt er að sleppa öllum sjóbirtingi aftur í ána.
Stangir: 6 stangir frá 20 júní og út tímabilið. 

Staðhættir og aðgengi er gott, bílfært er að langflestum veiðistöðum.  

Veiðibók liggur frammi í húsi. Skylt er að skrá allan afla daglega og tilkynna merkta laxa til umsjónarmanns.

Athugið að kominn er nýr vegur beint fyrir neðan veiðihús sem liggur upp í Ármót. 

Veiðiumsjón

Gunnar Guðjónsson
696 1200

Veiðihús

860 Hvolsvöllur
487 5580

Sala veiðileyfa

Jóhann Davíð Snorrason
793 7979

Skráðu þig í vildarklúbbinn!