Eystri Rangá

9070 laxar 2020

Eystri Rangá hefur á undanförnum árum skipað sér sess sem ein albesta laxveiðiá landsins en meðalveiði síðustu fimm ára er 4300 laxar á ári en sumarið 2020 veiddust 9070 laxar í ánni. Átak hefur verið gert í því síðustu ár að taka stórlax úr ánni í klak. Hefur það skilað þeim árangri að í Eystri Rangá er æ hærra hlutfall aflans stórlax og hefur veiðin að sama skapi aukist fyrr á tímabilinu.

Laxveiði eins og hún gerist best!

Eystri Rangá er þekkt fyrir afar góða og mikla veiði.  Bróðurpartur aflans er sterkur smálax á bilinu 5-7 pund en á hverju ári laxar í ánni um og yfir 20 pundin.

Veiðisvæði í ánni spannar 22 kílómetra frá ósi við Þverá upp að ólaxgengnum fossi á svæði 9. Áin býður upp á mjög fjölbreytta veiðistaði allt frá hæglíðandi breiðum út í stríðari strengi. Flestir veiðistaðir árinnar eru frábærir fluguveiðistaðir sem bjóða upp á fullkomið rennsli. Best fer á að nota tvíhendu þar sem áin er breið en á sumum stöðum er laxinn það nálægt landi að einhenda dugar vel.

Allir sem hafa kynnst Eystri Rangá vita að bestu staðir geyma oft á tíðum óhemju af laxi og ekki er óalgengt að lenda í tökuveislu á einum og sama staðnum. Þegar takan dettur niður er ekkert annað að gera en drífa sig á næsta stað því þeir eru margir góðir í ánni.

Hótel

Hótelið “Aurora Lodge Hotel” er staðsett á hæð fyrir ofan svæði 4 í ánni. Frá hótelinu er stórfengleg fjallasýn en Hekla blasir við og í fjarska má sjá Eyjafjallajökul, Eystri Rangá liðar sig svo silalega um grasi vaxinn dalinn.

Hótelið samanstendur af 10 byggingum sem eru allar tengdar með viðarverönd. Fyrir framan aðalbygginguna eru heitir pottar með útsýni yfir ána og til fjalla.

Herbergin eru stór og koma þau annað hvort með tveimur einstaklingsrúmum eða hjónarúmi. Öll herbergin eru með sér salerni og sturtu. Í Aðalhúsinu er góð aðstaða fyrir veiðimenn til matar og drykkjar og má þar tylla sér að lokinni veiði og spjalla um þann stóra sem slapp, ja eða vonandi náðist!  Í húsinu er fullbúið eldhús þar sem framreiddur er dýrindis matur, matsalur, bar og setustofa.

Gisting fylgir ekki veiðileyfum og kolskeggur selur ekki gistingu. Hægt er að bóka gistingu á hótelinu með því að senda póst á – bookings@auroralodgehotel.com

Almennar upplýsingar

Staðsetning: Rangarvallarsýsla í nágrenni
Hvolsvallar um 100 km frá Reykjavík.
Veiðisvæði: Frá Tungufossi niður í ármót að
veiðimörkum við Þverá í Fljóthlíð.
Tímabil: 20/6 – 20/10.
Daglegur veiðitími: 8-13 og 15-20.00 til 20.09 frá 21.09 og út tímabil frá 8-20 án hlés, skipt um svæði kl 14:00.
Leyfilegt agn: Einungis fluga til hádegis 1/9, eftir það má veiða á blandað agn.
Kvóti: Leyfilegt er að hirða 3 smálaxa undir 70cm á stöng á vakt. Sleppa skal laxi yfir 70cm án undantekninga og fá veiðimenn gjöf sleppi þeir stórlaxi í kistur. Sleppa skal öllum silung lifandi í ána aftur.

Svæðaskipting

20.06-30.06 – Veitt er með 12 stöngum á 4 svæðum og skipt á 3 tíma fresti. 

1.07-30.09 -Veitt er eitt svæði á vakt með tveimur stöngum. Hoppað er yfir tvö svæði í svæðaskiptingu tvisvar en svo farið á næsta svæði fyrir neðan þar sem var byrjað.

Dæmi: Veiðimaður dregur svæði 9 á morgunvakt og fer þá á svæði 6 á kvöldvakt, því næst á svæði 3 og svo 8 og þannig koll af kolli.

Sex daga veiði lítur svona út: 9/6/3/8/5/2/7/4/1/9/6/3

1.10 -20.10. Veitt er með 12 stöngum og eru þrjár stangir á svæði.

Reglur

Staðhættir og aðgengi er gott, bílfært er að langflestum veiðistöðum. Keyra þarf yfir Fiská á svæði 9 sem er ekki merkilegt vað.

Veitt er á 18 stangir í Eystri frá 01.07 -30.09 en á 12 stangir í júní og október.  Að hámarki mega vera tveir veiðimenn á stöng.   

Veiðimenn mega koma í hús 30 mínútum fyrir veiðitíma. 

Veiðibók liggur frammi í húsi umsjónarmanns við Veiðihús Eystri Rangár. Skylt er að skrá allan afla daglega og tilkynna merkta laxa til umsjónarmanns.

Veiðiumsjón

Gunnar Guðjónsson
696 1200

Veiðihús

860 Hvolsvöllur
487 5580

Sala veiðileyfa

Jóhann Davíð Snorrason
793 7979

Skráðu þig í vildarklúbbinn!