Breiðdalsá

Stórbrotið umhverfi og stórlaxavon

Margir veiðimenn þekkja Breiðdalsá en hún er ein af fallegri ám landsins. Áin hefur verið í lægð síðustu ár en við ætlum að rétta hlut hennar og gera hana að spennandi valkost að nýju. Seiðasleppingar hafa verið stórauknar og við gerum ráð fyrir mun betri veiði strax árið 2024.

Falleg á í fjallasal!

Breiðdalsá á upptök sín til fjalla þar sem kristaltærir fjallalækir renna saman og mynda árnar-Tinnudalsá, Suðurdalsá og Norðurdalsá. Þessar ár renna svo saman og mynda stærri ána – Breiðdalsá.  Margir flottir veiðistaðir eru í ánni og aðgengi er mjög gott. Breiðdalsá er veidd með sex til átta stöngum á laxveiðitímabilinu frá 20.06-20.09.  

Veiðihús

Veiðihúsið “Eyjar” er staðsett á besta stað við ána. Frá veiðihúsinu er stórfengleg fjallasýn og útsýni yfir ána. Veiðihúsið hefur á að skipa átta tveggja manna herbergjum sem öll eru með sér baði og sturtu. Herbergin eru stór og koma þau annað hvort með tveimur einstaklingsrúmum eða hjónarúmi. Öll herbergin eru með sér salerni og sturtu.

Í borðstofu góð aðstaða fyrir veiðimenn til matar og drykkjar. Í húsinu er fullbúið eldhús þar sem framreiddur er dýrindis matur, matsalur, bar og setustofa. Athugið að til að byrja með er eingöngu morgunverður í boði.

Í húsinu er einnig gufubað, og á veröndinni má að sjálfsögðu finna heitan pott.  

Almennar upplýsingar

Staðsetning: Breiðdalur, um 607 km frá Reykjavík.
Tímabil: 20/6 – 20/09.
Daglegur veiðitími: 8-13 og 15-20  
Leyfilegt agn: Einungis fluga
Kvóti: Veiða og sleppa

Stangir,tímabil og veiðisvæði

20.06-19.07 og 10-20.09 – Veitt er með 6 stöngum. 

19.07 -10.09 – Veitt með 8 stöngum.

Veiðisvæði: Öll  Breiðdalsá, Tinnudalsá og Norðurdalsá. Skipt í 3-4 svæði eftir tímabili.

Reglur

Staðhættir og aðgengi er gott, bílfært er að langflestum veiðistöðum. Að hámarki mega vera tveir veiðimenn á stöng. Veiðimenn mega koma í hús 30 mínútum fyrir veiðitíma. 

Veiðibók: liggur frammi í húsi umsjónarmanns við Veiðihúsið Eyjar. Skylt er að skrá allan afla daglega og tilkynna merkta laxa til umsjónarmanns.

Veiðiumsjón

Albert Jensson
8934013

Veiðihús

761 Breiðdalsvík

Sala veiðileyfa

Jóhann Davíð Snorrason
793 7979

Skráðu þig í vildarklúbbinn!