Hólsá Austurbakki - Neðra svæði

4 stangir – aðeins leyfi

Neðra svæði Austurbakka Hólsár er spennandi kostur þar sem óhemju magn af laxi fer þarna í gegn! Veiðisvæði neðra svæðis Austurbakka Hólsár nær frá og með veiðistað númer 13 – Árbakka og alla leið að ós. Veiðisvæðið er selt  án gistingar sem heilir dagar frá morgni til kvölds.

Falin Perla!

Neðri svæði Austurbakkans er falin perla þar sem oft gefst ævintýrlaleg veiði þegar göngurnar ganga í gegn. Á hverju ári ganga tugir þúsunda laxa í gegn um þetta svæði á leið sinni ofar á vatnasvæðið og að auki er þetta mjög gott sjóbirtingssvæði. Veiðisvæðið er langt eða hátt í 12 kílómetrar og því vel rúmgott um stangirnar fjórar. 

Hólsá breytir sér ört niðri á söndunum og myndast þar álar sem laxinn leitar í á göngu. Menn þurfa að vera duglegir að lesa í ána og leita á sumum stöðum. Í Hólsá hefur alltaf gengið sjóbirtingur og hér áður fyrr veiddist líka stöku lax. Eftir að farið var að sleppa seiðum í stórum stíl í Rangárnar og einnig í Hólsána sjálfa hefur laxveiðin stóraukist og í dag er Hólsá á meðal betri veiðisvæða landsins. 

Hólsá hefur oft verið einna fyrst til að gefa lax á Íslandi og oft koma þeir fyrstu þar á land í byrjun júní. Yfir hásumarið er handagangur í öskjunni í Hólsá en þá getur verið ævintýraleg veiði þegar göngurnar koma í gegn.

 

Almennar upplýsingar

Staðsetning: Rangarvallarsýsla í nágrenni
Hvolsvallar um 100 km frá Reykjavík.
Veiðisvæði: Frá og með veiðistað 1 til 13.
Tímabil: 1/7 – 31/8.
Daglegur veiðitími:
8-20 án hlés
Leyfilegt agn: Fluga, spónn og maðkur.
Stangir: 4 stangir veiða svæðið

Helstu veiðistaðir: Járnhólar, Valabreiður, Hólsbreiður, Bakkabreiður, Hábakki, Grímstaðir, Árós, Ósatangi, Melhóll og Fisklækjarhylur.
Bestu flugur: Bismó, Friggi, Frances, Þýsk Snælda, Skuggi, Sunray og Kolskeggur.
Kvóti: Leyfilegt er að hirða  4 smálaxa á stöng á vakt. Skylda að sleppa löxum yfir 70 cm í klakkistur. Skylt er að sleppa öllum sjóbirtingi aftur í ánna.

Athugið: Til að komast að neðra svæði þurfa menn að vera á jepplingum eða jeppum.
Leiðarlýsing: Keyrt er niður af veiðihúsi Austurbakka Hólsá, bæði er hægt að keyra áfram fram hjá Ártúni og niður með Hólsá eða beygja niður veg 252 niður af afleggjara 257 af Grímstöðum og keyra áfram að Hólsá.
Veiðibók: Skráningu afla skal senda á – info@kolskeggur.is

Veiðiumsjón

Gunnar Guðjónsson
696 1200

Veiðihús

Ekkert veiðihús

Sala veiðileyfa

Jóhann Davíð Snorrason
793 7979

Skráðu þig í vildarklúbbinn!