Affall í Landeyjum

Ein besta á landsins

Affallið rennur milli austur og vestur Landeyja. Affallið er  tær en ekki stór bergvatnsá. Sjóbirtingur hefur alltaf gengið í ána. Bleikja finnst þar einnig í litlum mæli. Í Affallinu veiðast að meðaltali tæpir 725 laxar á ári séu tekin fimm síðustu ár.  Árið 2020 veiddust 1728 laxar í Affallinu sem og var áin sú þriðja aflahæsta á landinu.

Affallið er frábær veiðiá!

Affallið lætur ekki mikið yfir sér þar sem hún rennur hæglátlega milli Austur og Vestur Landeyja. Áður fyrr rann kvísl úr Markarfljóti í Affallið en eftir fyrirhleðslur á Markarfljótseyrum varð Affallið tær bergvatnsá. 

Affallið er veitt með fjórum stöngum og er veiðitímabilið frá 01/07 -20/10. Alls eru 80 skráðir veiðistaðir í ánni og því gott rými fyrir stangirnar fjórar. 

Affallið er hæglíðandi veiðiá með fallegum strengjum og litlum breiðum. Best fer á að nota einhendu 7-9 og gott er að nota sökktaum og stuttan taum þar fyrir framan. Best er að nota léttari flugur en láta stærri túbur eiga sig.  

Veiðihúsið Kross

Veiðihúsið er staðsett á bænum Krossi að austanverðu við Affallið. Ekið er yfir Affallið á þjóðvegi 1 og beygt til hægri eða suðurs þegar komið er yfir brúna á Affallinu.

Vegur 253 eða Bakkavegur er ekinn niður að félagsheimilinu Gunnarshólma en í stað þess að beygja til vinstri að Bakka er keyrt beint áfram til suðurs að bænum Krossi þar sem veiðihúsið er vinstra megin á bæjarhlaðinu.

Aðstaðan samanstendur af 5 svefnherbergjum fyrir 8 manns, rúmgóðri stofu og eldhúsi, salerni og sturtu. Veiðimenn mega koma klukkutíma fyrir veiði nema eftir 20.sept þá mega menn koma þegar veiði byrjar. Veiðimenn komi með með eigin sængurver en sængur eru í húsinu.

Gasgrill er til staðar einnig kælir undir afla. Segið veiðieftirliti frá ef eitthvað vantar eða er ábótavant við veiðihúsið. Brottfarardag skulu veiðimenn hætta veiðum klukkan 12! 

Koma má í hús kl 15:00 1.07 – 15.08 en klukkan 14:00 eftir það. Hús skal yfirgefið kl 13:00 síðasta dag veiði

Almennar upplýsingar

Staðsetning: Rangarvallarsýsla í nágrenni
Hvolsvallar um 100 km frá Reykjavík.
Tímabil: 1/7 -20/10.
Daglegur veiðitími:
1/7-19/8 = 07-13 og 16-22.
20/8-19/9 = 07-13 og 15-21.
20/9-20/10 = 07-13 og 14 -20.
Stangarfjöldi: Í ánni eru leyfðar 4 stangir. Um hverja stöng mega vera 2 veiðimenn og skulu þeir þá vera saman á veiðistað.

Leyfilegt agn: Eingöngu veitt á flugu til hádegis 01/09 en fluga og maðkur eftir það. Spónn er ekki leyfilegur i Affalinu.
Kvóti: Leyfilegt er að hirða 3 laxa á stöng á vakt 69 cm og undir. Skylda að sleppa löxum 70 cm og yfir í klakkistur og hlífa skal sjóbirting.
Bestu flugur: Rauð Frances, Sunray, Bismó, Kolskeggur, Black Sheep, Collie Dog, Friggi (1/4).

Veiðibók er staðsett í veiðihúsinu Kross. Skrá ber afla samdægurs í veiðibók. Veiðimenn taki með sér plast fyrir veiðina.

Veiðiumsjón

Gunnar Guðjónsson
696 1200

Veiðihús

860 Hvolsvöllur
487 5580

Sala veiðileyfa

Jóhann Davíð Snorrason
793 7979

Skráðu þig í vildarklúbbinn!