Kolskeggur er nýtt fyrirtæki sem selur veiðileyfi í nokkrar af laxveiðiperlum Suðurlands. Má þar nefna: Eystri Rangá, Affallið, Austurbakka Hólsár og Þverá. Við ætlum að aldrei að lofa þér veiði en við lofum því að við ætlum að koma þér í dauðafæri við konung fiskanna. Hvort hann lítur svo við agninu er undir þér komið og vissulega honum líka.
Við erum staðsett í Húsi Sjávarklasans – Grandagarður 16, 101 Reykjavík og þar er gott kaffi viljir þú kíkja í spjall.