Þverá í Fljótshlíð

Veiðileyfi án gistingar

Þverá í Fljótshlíð er skemmtileg lítil og nett veiðiá þar sem flugan fer einstaklega vel. Þverá hefur í gegn um tíðina gefið glettilega góða veiði á stangirnar fjórar en veiðin árið 2020 var 675 laxar og fimm ára meðalveiði er 375 laxar. Verðum í Þverá er stillt í hóf en stöngin er frá 20 -50 þúsund á dag. 

Veiddi kannski Gunnar á Hlíðarenda fyrsta laxinn?

Þverá í Fljótshlíð er samsafn áa í Fljótshlíð sem saman mynda Þveránna. Allar eiga þær upptök sín á heiðunum ofan við Fljótshlíðina og eru að uppistöðu lindár með dragáreinkennum. Fyrrum var talverð sjóbirtingsveiði í Fljótshlíðarlækjunum sem saman mynda Þverána en þá runnu vesturkvíslar Markafljóts í Þverána sem þá var jökullituð og óveiðanleg.

Nú liðast Þverá fram dalinn tær og falleg og gefur góða veiði ár hvert. Alls hefur Þverá upp á að bjóða 65 merkta veiðistaði sem skipt er niður á fimm svæði. Flugan fer eintaklega vel í ána með nettum græjum en maðkveiði er einning stunduð. 

Veiðihús

Ekkert veiðihús fylgir með Þverá en Hellishólar rétt við árbakkann bjóða mönnum upp á tilboð á gistingu sem hljóðar upp á 16 þúsund nóttin á mann með morgunverði. Þeir bjóða líka upp á glæsilegan matseðil fyrir veiðimenn. Best er að panta gistingu með því að senda póst á hellisholar@hellisholar.is

Fyrir utan Hellishóla eru margir gistimöguleikar í nágrenninu.

Almennar upplýsingar

Staðsetning: Rangarvallarsýsla í nágrenni
Hvolsvallar um 100 km frá Reykjavík.
Tímabil: 12/7 -20/10.
Daglegur veiðitími:
8/7-19/8 = 07-13 og 16-22.
20/8-19/9 = 07-13 og 15-21.
20/9-20/10 = 07-13 og 14 -20.
Leyfilegt agn: Fluga og maðkur.
Kvóti: Leyfilegt er að hirða 4 smálaxa undir 70 cm á stöng á vakt. Skylda að sleppa stærri laxi í ána eða kistur gegn gjöf frá veiðifélaginu. 

Í ánni eru leyfðar 4 stangir.  Um hverja stöng mega vera 2 veiðimenn og skulu þeir þá vera saman á veiðistað.  Ef veiðimenn eru staðnir að því að nota fleiri stangir en leyfilegt er, mega þeir búast við því að vera vísað úr ánni.  Leyfilegt agn er fluga og maðkur en spónn er ekki leyfilegur. Athugið að ekki má veiða lengra niður en Þveráin sjálf nær, ekki má veiða í þar sem Þverá og Eystri sameinast. 

Öll skráning á afla er í Þjónustumiðstöðinni við Hellishóla. Skrá ber afla daglega. 

Veiðiumsjón

Gunnar Guðjónsson
696 1200

Veiðihús

860 Hvolsvöllur
487 5580

Sala veiðileyfa

Jóhann Davíð Snorrason
793 7979

Skráðu þig í vildarklúbbinn!