Ævintýri í sumar

Eystri Rangá

Eystri Rangá hefur á undanförnum árum skipað sér sess sem ein albesta laxveiðiá landsins en meðalveiði síðustu fimm ára er 5000 laxar. Átak hefur verið gert í því síðustu ár að taka stórlax úr ánni í klak. Hefur það skilað þeim árangri að í Eystri Rangá er æ hærra hlutfall aflans stórlax og hefur veiðin að sama skapi aukist fyrr á tímabilinu.

Hólsá Austurbakki

Frábært veiðisvæði fyrir allt að 12 manna hópa sem vilja vera sjálfum sér nægir! Veiðisvæði Austurbakka Hólsár nær frá ármótum Eystri Rangár og Þverár og sem leið liggur út í sjó. Alls er veiðisvæðið 12-14 kílómetrar og því ýfrið pláss fyrir veiðimenn. Allur lax sem gengur í Rangárnar fer í gegn um Hólsá og er því gríðarlegt magn af laxi sem fer þarna í gegn. 

Affall í Landeyjum

Affallið rennur milli austur og vestur Landeyja. Affallið er  tær en ekki stór bergvatnsá. Sjóbirtingur hefur alltaf gengið í ána. Bleikja finnst þar einnig í litlum mæli. Í Affallinu veiðast að meðaltali tæpir 760 laxar á ári, á aðeins 4 stangir eða um 190 laxar á stöng. Árið 2020 veiddust 1728 laxar í Affallinu sem og var áin sú þriðja aflahæsta á landinu.

Þverá í Fljótshlíð

Þverá í Fljótshlíð er skemmtileg lítil og nett veiðiá þar sem flugan fer einstaklega vel. Þverá hefur í gegn um tíðina gefið glettilega góða veiði á stangirnar fjórar en veiðin árið 2020 var 675 laxar og fimm ára meðalveiði er 400 laxar. Verðum í Þverá er stillt í hóf en stöngin er frá 20 -50 þúsund á dag. 

Skráðu þig í vildarklúbbinn!