Affallið rennur milli austur og vestur Landeyja. Affallið er tær en ekki stór bergvatnsá. Sjóbirtingur hefur alltaf gengið í ána. Bleikja finnst þar einnig í litlum mæli. Í Affallinu veiðast að meðaltali tæpir 760 laxar á ári, á aðeins 4 stangir eða um 190 laxar á stöng. Árið 2020 veiddust 1728 laxar í Affallinu sem og var áin sú þriðja aflahæsta á landinu.