You are currently viewing Júníveiðin í Eystri Rangá – Stórlaxar á sveimi!
Júníveiðin í Eystri Rangá – Stórlaxar á sveimi!

Í Eystri Rangá hefur verið unnið markvisst af því að auka stórlaxagengd í ána. Þetta hefur verið gert með því að einblína á að taka snemmgenginn stórlaxinn í klak úr ánni. Fyrst um sinn var ekki selt í þessa veiði heldur voru leiðsögumenn og aðrir sem sáu um það “leiðinda” verk að veiða laxinn í júní. Í gegn um árin hefur aflinn sjaldan verið undir 100 löxum í júní og hæst fór veiðin árið 2016 þegar hátt í 600 stórlaxar veiddust frá 15-30.06 – þá var nú aldeilis veisla í bæ og kófsveittir leiðsögumenn stóðu vaktina með hreistur upp á axlir.

Við höfum því miður ekki aðgang að sundurliðuðum tölum frá því í júní 2016 en við eigum töflu frá því í júní 2020 sem ætti að fara nærri meðalveðinni í júní. Hægt er að sjá hvernig veiðin skiptist þar hér að neðan. Eins og sjá má var þá opnað 15.06 en við höfum seinkað opnun til 20.06. Opnunardaginn veiddust 17 laxar og þar af 2 90cm+.

Það verður spennadi að sjá hvað gerist núna í júní og vonandi náum við 100+ löxum. Við eigum enn nokkrar stangir í vefsölunni sem má skoða hér: Eystri Rangá – veiðileyfi

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is

S:7937979