You are currently viewing Vefsalan opnuð – hvar verður þitt ævintýri?
Vefsalan opnuð – hvar verður þitt ævintýri?

Þá er tímabilinu rétt lokið og þá er að sjálfsögðu vert að huga að því næsta. Þetta veiðir sig ekki sjálft! Við vorum að opna vefsöluna og byrjum á að bjóða þar daga og holl í Eystri Rangá og á Austurbakka Hólsár. Þrátt fyrir 8% verðbólgu þá hækkum við mest um 5% á þessum svæðum og ætlum þannig að leggja okkar litlu vog á lóðarskálarnar til að losna við verðbólgudrauginn!

Í vefsölunni er nú að finna t.d spennandi júnídaga í Eystri Rangá og holl þar og á Austurbakka Hólsár. Þarna gætu aldeilis verið ævintýri í boði á næsta ári.

Hér má skoða vefsöluna hjá okkur : https://kolskeggur.is/vefsala/

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is