You are currently viewing Eystri Rangá – tölfræði 2020 – september
Eystri Rangá – tölfræði 2020 – september

Eins og menn vita var veiðin í Eystri hreint stórkostleg og endaði áin í 9070 löxum.

En hvernig skiptist veiðin? Hvaða svæði voru best? Hvað var mikið af stórlaxi? Af hverju er himinninn blár? Við ætlum að leitast við að svara þessum spurningum með nokkrum pistlum um veiðina í sumar, nema kannski þessu síðastnefnda, þið verðið að gúggla það!

Við þökkum Gunnar Skúla staðarhaldara og yfirgæd sem hafði veg og vanda af því að taka þessar tölur saman eftir að hafa lesið maaargar blaðsíður af veiðibókum.

Næst í röðinni er september sem gaf flotta veiði eða 1115 laxa!

Það kemur ekki mikið á óvart að veiðin dettur aðeins niður í september en þetta er samt flottur árangur að hala inn yfir 1100 laxa. Það voru margir brosandi veiðimenn á bakkanum í september.

Besta svæðið er enn og aftur svæði 3 sem var stjarna sumarsins og hélt dampi frá opnun til loka. Þá má sjá að efri svæðin 6-9 fara að gefa jafnari og betri veiði sem kemur ekki á óvart á haustmánuðum. Svæði eitt sem var með þeim bestu fram að þessu fer að dala þegar sljákka fer í göngum.

Stærsti hluti aflans er enn og aftur smálax eða 88%, smálaxagöngur voru hreint frábærar í ánni í sumar. Nokkrir 90 plús höfðingjar stukku á agnið en mest af tveggja ára fisknum var á bilinu 70-79

Við eigum enn eftir nokkra daga í Eystri næsta haust en þeir fara fljótt og því er um að gera að tryggja sér ódýra haustveiði hér- Eystri vefsala  

Á myndinni má sjá Reyni Sigmunds gæd með stórlax úr Eystri.

 Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is