You are currently viewing Vorveiðin á Austurbakka Hólsár
Vorveiðin á Austurbakka Hólsár

Fyrstu sjóbirtingarnir á Austurbakka Hólsár komu á land í gær og var þar að verki Knútur Lárusson sem þekkir ána einstaklega vel. Hann var að setja niður skilti og tók nokkur köst með þeim vorverkum. Hann landaði einum á Húsbreiðu og öðrum neðarlega á svæðinu á veiðistað númer þrjú. Að auki missti hann nokkra. Það er því líf á svæðinu en ástundum hefur ekki verið mikil í upphafi tímabils.

Undirritaður opnaði svæðið ásamt fjölskyldu og ekki varð mikið úr veiðiskap þar sem veður gerði okkur grikk þann annan apríl og áin fór fljótlega í kakó eftir gríðarlegar rigningar. Við fjölskyldan náðum að veiða í sirka tvo tíma og misstum þrjá sem tóku í Ármótum, Húsbreiðu og Háabakka en engin vildi á land nema einn hoplax sem kom úr ármótum en við tökum hann ekki með.

Nú á næstunni verða veiðimenn á svæðinu og við fylgjumst spennt með hvernig gengur hjá þeim. Það er ljóst að það er fiskur víða á svæðinu og menn þurfa að vera duglegir og fara víða.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is