You are currently viewing Hólsá snemmsumars!
Hólsá snemmsumars!

Eystri Rangá endaði síðasta ár með yfir 9000 laxa veidda og þar af var smálax yfir 90% af aflanum. Ef allt er eðlilegt þýðir mikið smálaxamagn það að töluvert af þeim ná því að ganga niður til sjávar og koma svo aftur árið eftir sem stórlax. Það verður því gríðarlega spennandi að vera á vatnasvæðinu í byrjun tímabils.

Vorveiðin í Eystri Rangá frá 15.06 er uppseld en ekki örvænta þar sem við eigum enn nokkur holl eftir á Austurbakka Hólsár. Allur laxinn sem gegnur í Eystri fer í gegn um Hólsá og því gæti veiðin þar snemmsumars verið mjög spennandi.

Það líka væsir ekki um veiðimenn í Hólsá þar sem við erum búin að gera flott veiðihús enn glæsilegra með því að endurinnrétta. Risa verönd er við húsið með nýju Weber grilli og auðvitað er heitur pottur.

Við eigum eftirfarandi holl eftir snemmsumars:

02-.04.06 – Verð: 360.000

15-17.06 – Verð: 640.000

17-19.06 – Verð: 690.000

Að auki eigum við tvær stakar stangir eftir 6-7.06 á 45 þús stöngin með gistingu.

Hægt er að skoða og kaupa veiðileyfi hér: Hólsá veiðileyfi

Hægt er að lesa sér til um svæðið hér: Hólsá Austurbakki

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is

S: 793 7979