You are currently viewing Stuð í Eystri Rangá
Stuð í Eystri Rangá

Eftir að fór að hlýna fór snjór að bráðna í fjöllum sem gerði það að verkum að Eystri var skollituð og illveiðanleg í gær og það sama má segja um Hólsá. En í dag náði áin að hreinsa sig og þá var ekki að spyrja að því að menn voru að ná í silfur  hér og þar.

Í dag veiddust 18 laxar í Eystri og þar af einn 101 cm sem Björn Hlynur og Maros félagi hans veiddu. Við munum birta mynda af fiskinum um leið og við fáum hana. Eystri Rangá er þar með komin í 80 laxa og Austurbakki Hólsár í 10 og fullt af sjóbirtingum.

Á myndinni má sjá Björn Hlyn með flottan fisk úr ánni í dag ekki þennan stóra þó.

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is