You are currently viewing Uppáhalds veiðistaðurinn – Arnór Ísfjörð Guðmundsson
Uppáhalds veiðistaðurinn – Arnór Ísfjörð Guðmundsson

Eins og margir vita fórum við af stað með smá leik þar sem veiðimenn segja frá uppáhalds veiðistaðnum sínum. Fjölmargir hafa sent inn nú þegar og þökkum við góðar viðtökur.

Ef þú vilt vera með, endilega sendu smá texta og mynd af uppáhalds veiðistaðnum þínum á: johann@kolskeggur.is

Flott verðlaun í boði, tvær stangir í Eystri Rangá í júní og október. Senda má inn til 10.04 og dregið verður 15.04. En gefum Arnóri orðið:

Á fögrum mið júlí degi fyrir allmörgum árum síðan
Var ég staddur á bökkum Eystri Rangá, veðrið var með allra besta móti, Ég er staddur við Tóftarhyl og læðist niður bratta hlíðina og rölti upp með bakkanum til að ná rensli á hornið sem áður hafði gefið mér all marga fiska, enn viti menn .. ekkert gerðist ..
Svo ég rölti niðrá við og er að gæla við að ná nokkrum köstum á breiðuna , þegar flugan nálgast blá brotið þá fæ ég mjög harkalega töku og hann er á , 15-20 mínótum seinna landaði ég þessum fallega 92cm hæng , eftir myndatöku hljóp ég með hann niðrí kistu sem var staðsett neðst í pilot sem við kölluðum þá breiðu fyrir neðan.

Svo var gripið í stöngina og útí á og í fyrsta rennsli tók annar fiskur sem reyndist vera 88cm hryggna sem fékk líf í fyrrnefndri kistu. Mikil gleði og dagurinn fullkomnaður .
Ég var með flugu undir sem ég kallaði Freddy Mercory í leðurbuxum . Svartur glansandi búkur með þjóðverja litina alla í vængnum 😊

Takk fyrir mig.

Bestu kv Arnór