You are currently viewing Vefsalan opin – Svartur Silungur!
Vefsalan opin – Svartur Silungur!

Bókanir hjá okkur eru í fullum gangi og við vorum að opna hjá okkur vefsöluna. Til að byrja með má finna daga í Þverá í Fljótshlíð og Eystri Rangá í vefsölunni en á næstunni mun smám saman bætast við úrvalið.

Þar sem nú er eitthvað í gangi sem kallað er: “Svartur Föstudagur” þá ákvæðum við að vera með í partýinu nem við neitum að kalla þetta nokkuð annað en: “Svartur silungur#. Svartir silungadagar hjá okkur gilda frá deginum í dag fram til miðvikudagsins 30.11 og má finna tilboð á völdum haustdögum í Eystri Rangá í vefsölunni okkar.

Haustin eru skemmtilegur tími í Eystri Rangá og meðalveiðin er glettilega góð. Það má því gera mjög góð kaup í leyfum í Eystri að hausti.

Hér má kynna sér framboðið í vefsölunni: https://kolskeggur.is/product-category/eystri-ranga/

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is