You are currently viewing Sjóbirtingsfjör
Sjóbirtingsfjör

Veiðin  á Austurbakka Hólsár byrjaði heldur rólega en það á sér þær skýringar að við fengum yfir okkur þennan leiðinda kuldakafla og öll taka datt niður. Þó svo að menn hafi dúðað sig upp og barið ána í gegn um íshrönglið þá var bara allt dautt í kuldanum.

En þegar fór að hlýna þá fór að taka og um leið og hlýnaði náði holl að taka sex sjóbirtinga og tvo hoplaxa. Ég kíkti svo í ána með félögum en við vorum latir til veiða en náðum þó nokkrum og má sjá mynd af einum þeirra með fréttinni. Mesta veiðn var frá Ármótum og niður að brú og fiskurinn á myndinni tók rétt fyrir neðan hús sirka 60 metra frá pallinum.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is