You are currently viewing Austurbakki Hólsár 2022
Austurbakki Hólsár 2022

Austurbakki Hólsár hefur verið afar vinsæll þar sem þar má bæði gera góða veiði og auk þess er þar rétt við bestu veiðistaðina eitt glæsilegasta sjálfmennskuhús landsins. Húsið er með sex twin herbergjum sem eru öll með sér baði, það er stór stofa/setustofa, stór pallur með fagurri fjallasýn og Weber grilli og það er að sjálfsögðu heitur pottur.

Gríðarlegt magn af fiski gengur í gegn um svæðið þar sem þar fer allur lax á leið í Eystri Rangá ásamt Þverá. Að auki eru sleppitjarnir í Hólsánni sjálfri og við höfum aldeilis spýtt í lófana með sleppingum þar og jukum þær um 100% á milli ára. Mér segir því hugur að veiðin gæti orðið ákaflega góð á svæðinu á sumri komanda, tja svona ef allt gengur upp í blessuðum sjónum.

Við eigum örfá góð holl eftir og best að hafa samband við undirritaðann viljir þú tryggja þér holl.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is