You are currently viewing Affallið í ham
Affallið í ham

Affallið var nokkkuð lengi í gang en svo þegar þetta fór í gang þá fór það sko í gang. Flest holl hafa verið að fá alveg feikna góða veiði og enginn farið vonsvikinn heim. Sem dæmi þá var síðasta vika með 92 laxa og er áin þá komin í 510 laxa í heildina. Þetta er töluvert betri veiði en á sama tíma í fyrra og gerum við okkur vonir um að Affallið endi í kring um 800 laxa sem væri sérdeilis frábært.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is