You are currently viewing Róleg byrjun í Eystri
Róleg byrjun í Eystri

Eystri Rangá opnaði í gær fyrir laxveiði og þá voru líka veiðimenn á Austurbakka Hólsár. Skemmst er frá því að segja að byrjunin var með rólegasta móti en þó fékkst einn glæsilegur 92 cm fiskur á Bátsvaði í Eystri Rangá sem sjá má á meðfylgjandi mynd sem Guðmundur Atli tók.

Menn hafa þó talið sig hafa séð laxa síðustu daga Í Hólsánni þannig að vonandi fer þetta að glæðast. Þess má geta að byrjunin í fyrra var líka fremur róleg en þá veiddust tveir laxar á opnunardaginn í Eystri. Þetta kemur allt hægt og bítandi, við erum handviss um það.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is