You are currently viewing Austurbakki Hólsár – Vorveiði
Austurbakki Hólsár – Vorveiði

í Hólsá hefur alltaf verið töluverð sjóbirtingsveiði og veiddust til að mynda um 300 sjóbirtingar í ár samkvæmt veiðibók. Skráningum hefur verið ábótavant á silung þannig að við teljum að þeir hafi verið mun fleiri.

Og þetta eru engir tittir! Allt upp í og yfir 20 punda sjóbirtingar hafa veiðst í Hólsá!

Við seljum ána á mjög hóflegu verði í vorveiðinni. Tveggja daga holl kostar frá 200.000 krónum og má þá veiða á allt að sex stangir. Ef 12 manns fara saman þá er þetta ekki nema  16.600 krónur á mann með húsi og veiði í tvo daga!

Glæsilegt hús fylgir svæðinu þar sem er að finna 6 herbergi sem eru öll með baði, það er risaverönd og grill og bara allt til alls.

Hægt er að skoða og bóka holl hér: Hólsá – veiðileyfi

Eða með því að hafa samband við undirritaðann

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is

s: 7937979