You are currently viewing Veiðin í Eystri Rangá í sumar (2023)
Veiðin í Eystri Rangá í sumar (2023)

Nú eru bara nokkrir dagar eftir af tímabilinu og farin að koma heildarmynd á veiðina í Eystri Rangá í sumar. Líkt og er raunin í ár er veiðin ekki jafn góð og í fyrra en nú stefnir í nálægt 2600 laxa veiði á móti um 3800 í fyrra. Við erum auðvitað alltaf bjartsýn á betri veiði næsta sumar!

Eystri Rangá hefur gefið töluvert af stórlaxi í sumar og samkvæmt bráðabirgðatölum er stórlaxahlutfall rétt yfir 30%.

Þannig eru smálaxar undir 69cm – 69.35% af veiðinni

laxar á bilinu 70-79 cm – 9.7% af veiðinni

laxar á bilinu 80-89 cm – 17.67% af veiðinni

laxar á bilinu 90cm +  – 3.27% af veiðinni

Þetta eru áhugaverðar tölur og ljóst að margir náðu að slást við stórlax í Eystri Rangá í sumar.

Veiðikveðjur

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is