You are currently viewing Flott vika í Eystri Rangá
Flott vika í Eystri Rangá

Við sögðum að Eystri Rangá ætti töluvert inni og það er nú að koma í ljós. Síðasta vika gaf þannig 238 laxa á stangirnar 18 sem er hreint pýðileg veiði og sú besta á landinu þá vikuna.

Ef við skoðum tölurnar nánar þá er þetta veiði upp á 34 laxa á dag að meðaltali eða  1.9 lax á stöng á dag. Og þetta er alls ekki allt smálax! Töluvert af stórum laxi er að koma upp og í vikunni veiddist stærsti lax sumarsins sem var 100,5 cm hængur sem veiddist á svæði 9.

Við eigum lausar stangir í haust og valdir dagar eru á flottu tilboðsverði. Endilega skelltu þér í ævintýri!

Lausa daga má skoða hér: https://kolskeggur.is/product-category/eystri-ranga/

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is