You are currently viewing Hólsá Austurbakki – Stakar stangir
Hólsá Austurbakki – Stakar stangir

Ákaflega vel hefur gengið að selja í Hólsá enda er hún sú eina á landinu sem er sex stanga á með frábæru sjálfmennskuhúsi og allt agn er leyft.

Við höfum fengið töluvert af fyrirspurnum um stakar stangir og höfum nú sett nokkra daga í sölu þar sem hægt er að kaupa eina stöng í einn dag og fylgir þá með herbergi í veiðihúsinu.

Við viljum vekja sérstaka athygli á júnídögum fyrir þá sem vilja reyna fyrir sér í stórlaxinum. Miðað við magnið af smálaxi í Eystri er ekki hægt að ímynda sér annað en að stórlaxinn fjölmenni í ána næsta sumar og hann fer allur í gegn um Austurbakka Hólsár. Fyrsti laxinn á Austurbakkanum veiddist 1. júní á síðasta ári og laxavon ágerist enn frekar er líða tekur á mánuðinn.

Við erum með staka daga til sölu í vefsölu á eftirtöldum dagsetningum:

5-6.06 – 45.000

6-7.06 – 45.000

28-29.06 – 70.000

Herbergi í stórglæsilegu veiðihúsi fylgir með veiðileyfunum, hægt er að kaupa leyfi hér: Hólsá vefsala

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is