You are currently viewing Veiðin í Affallinu 2021
Veiðin í Affallinu 2021

Affallið var líkt og flest okkar veiðisvæði ekki alveg í sama stuði í ár og árið á undan en met var sett árið 2020 sem líklega verður seint slegið. Affallið endaði árið á 508 laxa veiði og er það hreint prýðileg veiði ein og sér. Hátt hlutfall aflans í ár var stórlax og veiddust nokkrir laxar um og yfir meterinn. Það er ekki leiðnlegt að kljást við slíka fiska á netta einhendu og þá reynir á hæfni veiðimannsins.

Affalið er gríðarlega vinsælt og halda flestir tryggð við ána ár eftir ár. Við vonumst að sjálfsögðu eftir betri veiði á næsta ári en sættum okkur þó við milliveg á milli ársins í ár og metsins góða.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð –johann@kolskeggur.is