You are currently viewing Gleðilegt nýtt veiðiár
Gleðilegt nýtt veiðiár

Kæru veiðimenn,

Nú er komið nýtt ár og strax farið að styttast í að veiðin byrji þann 1. apríl venju samkvæmt! Fyrir ykkur sem langar að komast í flotta vorveiði þá langar mig til að benda á Austurbakka Hólsár.

Þar hefur alltaf verið fín sjóbirtingsveiði og þeir geta verið stórir! Við erum að selja tveggja daga holl í vorveiðinni á 200 þús kall og er þá innifalið húsið með gistingu fyrir allt að 12 manns, heitum potti og almennum notalegheitum. Leyfilegt er að veiða á sex stangir í vorveiðinni.

Sala hefur annars gengið ákaflega vel og nú er svo komið að Affall er uppselt fyrir utan eitt holl 18-20.10. Þverá er orðin mjög vel seld og það týnist jafnt og þétt af haustdögum í Eystri. Ég myndi ráðleggja eindregið að bíða ekki of lengi með að festa daga þetta árið.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is