You are currently viewing Mjög góð veiði á Neðra SV – Austurbakka Hólsár
Mjög góð veiði á Neðra SV – Austurbakka Hólsár

Neðra svæði Austurbakka Hólsár leynir á sér en um það fer allur lax sem er á leið í Rangárnar og í Þverá og þeir geta verið margir á þeirri leið. Við seljum svæðið sér með fjórum dagsstöngum frá 1. júlí til 31. ágúst. Skemmst er frá því að segja að mjög góð veiði hefur verið frá opnun þann fyrsta júlí.

Við höfum nú fengið fréttir frá öllum veiðimönnum sem hafa veitt svæðið þessa fyrstu sex daga og hafa þeir allir veitt lax og væna sjóbirtinga að auki. Heildartalan þegar þetta er skrifað eru 16 laxar og 10 vænir sjóbirtingar.

Sigurður Grétar Árnason fór með fjölskyldu sinni á svæðið og gerðu þau fína veiði. Fengu þau fjóra laxa og þar af 92cm hæng og líka 5 sjóbirtinga og þar af 82 cm fisk sem var hnöttóttur af vellíðan og því líklega vel yfir 15 pund. Á myndunum með fréttinni má auk Sigurðar sjá Anítu Dögg Sigurðardóttur með lax og Rafael Snæ Sigurðsson með flottan sjóbirting.

Við eigum eitthvað eftir af stöngum á svæðið og eru þær hóflega verðlagðar, sjá má framboð hér: https://kolskeggur.is/product-category/holsa-austurbakki-nedra-svaedi/