You are currently viewing Vorveiði vúhú
Vorveiði vúhú

Var ég búinn að segja ykkur að það styttist? Já líklega, en það er samt þannig að það styttist og nú eru bara 13 dagar í veiði!!! Það styttist!

Mig langaði að benda á að enn eru nokkur holl laus í apríl á Austurbakka Hólsár. Verðum er mjög stillt í hóf eða 200 þús per tveggja daga holl og svo geta menn valið hvort þeir vilja þrífa sjálfir eða kaupa uppábúið og þrif á 50 þús aukalega. Ef tólf fara saman er verðið á mann í tvo daga með gistingu 16.600 krónur eða 8.300 dagurinn/nóttin. Þið fáið ekki einu sinni herbergi á farfuglaheimili fyrir það verð.

Og húsið verður glæsilegt en við erum að leggja lokahönd á að innrétta upp á nýtt inni, það verður nýtt grill og öll tæki ný í eldhúsi og ný húsgögn í stofu. Potturinn er í fínu standi og bíður eftir köldum rössum til að verma. Og síðast en ekki síst getur veiðin í Hólsá verið mjög góð og þeir geta verið stórir sjóbirtingarnir!

Hér má skoða vorveriðina: Hólsá Vor

Hér má skoða og kaupa veiðileyfi: Sjóbbaleyfi

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is