Vorveiði vúhú
Vorveiði vúhú

Var ég búinn að segja ykkur að það styttist? Já líklega, en það er samt þannig að það styttist og nú eru bara 13 dagar í veiði!!! Það styttist!

Mig langaði að benda á að enn eru nokkur holl laus í apríl á Austurbakka Hólsár. Verðum er mjög stillt í hóf eða 200 þús per tveggja daga holl og svo geta menn valið hvort þeir vilja þrífa sjálfir eða kaupa uppábúið og þrif á 50 þús aukalega. Ef tólf fara saman er verðið á mann í tvo daga með gistingu 16.600 krónur eða 8.300 dagurinn/nóttin. Þið fáið ekki einu sinni herbergi á farfuglaheimili fyrir það verð.

Og húsið verður glæsilegt en við erum að leggja lokahönd á að innrétta upp á nýtt inni, það verður nýtt grill og öll tæki ný í eldhúsi og ný húsgögn í stofu. Potturinn er í fínu standi og bíður eftir köldum rössum til að verma. Og síðast en ekki síst getur veiðin í Hólsá verið mjög góð og þeir geta verið stórir sjóbirtingarnir!

Hér má skoða vorveriðina: Hólsá Vor

Hér má skoða og kaupa veiðileyfi: Sjóbbaleyfi

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is