You are currently viewing Uppáhalds veiðistaðurinn – Mikael Marinó
Uppáhalds veiðistaðurinn – Mikael Marinó

Eins og margir vita fórum við af stað með smá leik þar sem veiðimenn segja frá uppáhalds veiðistaðnum sínum. Fjölmargir hafa sent inn nú þegar og þökkum við góðar viðtökur.

Ef þú vilt vera með, endilega sendu smá texta og mynd af uppáhalds veiðistaðnum þínum á: johann@kolskeggur.is

Flott verðlaun í boði, tvær stangir í Eystri Rangá í júní og október. Senda má inn til 10.04 og dregið verður 15.04. En gefum Mikael orðið:

Sæll

Þetta er ansi skemmtilegt framtak og langar mig að taka þátt 🙂

Minn uppáhalds veiðistaður er Lambaklettsfljót í Grímsá. Þetta er alveg
einstaklega fallegur og krefjandi veiðistaður. Laxinn er alltaf sýnilegur og lætur vel vita af sér út um allt fljót. Svo er eitthvað við það að standa á móti klettinum sem liggur að ánni og veiða sig niður strenginn.

Það eru margir sem hafa spurt mig hvort ég væri framsóknarmaður vegna dálæti míns á staðnum. Svo hefur staðurinn verið kallaður framsóknarvígið enda var staðurinn í miklu uppáhaldi hjá forsætisráðherrunum og framsóknarfeðgunum Hermanni Jónasarsyni og Steingrími Hermannssyni. Ekki er ég Framsóknarmaður þrátt fyrir dálæti míns á staðnum en það er aldrei að vita að ég verði forsætisráðherra einn daginn 😀

Með veiðikveðju

Mikael