You are currently viewing Hólsá Austurbakki – aðalsvæði 2024
Hólsá Austurbakki – aðalsvæði 2024

Austurbakki Hólsár var eitt af fáum svæðum sem gaf betri veiði í sumar en árið áður. Veiðin á svæðinu var 465 laxar árið 2023 á móti 405 2022.

Þeir sem þekkja svæðið vita að það er mjög þægilegt yfirferðar, bestu veiðistaðir eru í göngufæri frá veiðihúsinu og svo eru staðir í stuttu ökufæri. Einn staður var mjög heitur í sumar og er hann nefndur – Skógur. Hann er að finna í um 5 mínútna akstursfæri frá veiðihúsinu. Merkingar eru á suðurbakka árinnar enda hefur veiðin verið mest stunduð þaðan en í sumar varð breyting á og laxinn fór að taka norðanmegin í ánni, myndin með  þessari grein sýnir undirritaðann með 91 cm hæng tekinn “hinum megin”. En engar áhyggjur, auðvelt er einnig að komast að ánni að norðan og er slóði þar með ánni. Undirritaður lenti í algjöru bingó í sumar þegar hann fattaði loks að tökustaðurinn var hinum megin, enda voru þeir að stökkvar þar. Svo er spurning hvað gerist á næsta ári en áin á það til að breyta sér mikið á milli ára.

Ármótin sjálf hafa breytt sér mikið og var lítið um veiði þar í sumar. Við ætlum í samvinnu við veiðifélagið að fara í framkvæmdir fyrir næsta tímabil til að laga ármótin og reyna að fá meira rennsli í átt að veiðistaðnum Höllin.

Austurbakki Hólsár hefur verið gríðarlega vinsæll síðan við tókum við enda er svæðið þægilegt og veiðivon ágæt og að auki er þar eitt glæsilegasta sjálfemnnskuhús landsins. Þar er að finna allt til alls. Sex tveggja manna herbergi með baði, stór stofa og risaverönd með alvöru Weber grilli, heitur pottur og allt til alls.

Viljir þú prófa svæðið eigum við fjögur spennadi holl á lausu eftir úthlutun. Það eru 1-3 og 3-5.07 sem er flottur tími í stórlaxinn og svo í ágúst eigum við 23-25 og 25-27.08.

Veiðikveðja – Jóhann Davíð –  johann@kolskeggur.is