You are currently viewing Hólsá – Vorveiði 2022
Hólsá – Vorveiði 2022

Við hjá Kolskegg bjóðum upp á ódýra pakka í sjóbirtingsvorveiði á Austurbakka Hólsár. Veiðisvæðið er gríðarvíðfemt eða alveg frá ármótum Þverár/Eystri Rangár og alveg út í ós að sjó. Þetta er gríðarvíðfemt veiðisvæði og nægt pláss fyrir stangirnar sex.

Seld eru tveggja daga holl og kosta þau frá 200 -250 þúsund hollið. Ef sex veiða saman er þetta frá  16.700 krónum á mann á dag sem er með ódýrari veiði sem hægt er að komast í. Með veiðinni fylgir glæsilegt veiðihús með sex tveggja manna herbergjum sem öll eru með baði, heitur pottur og stór verönd.

Hér má kynna sér svæðið betur: Hólsá sjóbirtingur og hér má kaupa leyfi: Sjóbirtingur vefsala

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is