You are currently viewing Haust-tilboð í Eystri Rangá 2023
Haust-tilboð í Eystri Rangá 2023

Kæri veiðimaður,

Við vildum vekja sérstaka athygli á að við eigum enn eftir fimm stangir í Eystri Rangá þann 13.10. Andvirði allra seldra stanga þann dag rennur óskipt til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Hægt er að skoða og kaupa hér: Eystri Vefsala

Komist þú ekki þann dag er enn um nóg að velja og við vorum að setja valda daga í haust á tilboð sem finna má í vefsölunni okkar. Haustið getur verið skemmtilegur tími í Eystri og þá er hægt að komast í ódýra veiði með góðri veiðivon.

Hér má skoða leyfi: Eystri Vefsala

Ágætlega veiddist síðasta haust og hér má sjá umfjöllun um veiðina í október: Eystri í október

Áin á töluvert enn inni og þar hjálpar að við erum með hóflegan kvóta allt tímabilið auk þess sem stærri hængum er sleppt aftur í ána.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is