You are currently viewing Haustveiðin í Eystri Rangá 2022 – Október
Laxveiði - Eystri Rangá
Haustveiðin í Eystri Rangá 2022 – Október

Við höldum áfram umfjöllun okkar um haustadagana í Eystri Rangá og beinum nú sjónum okkar að Október. Í Október getur verið glettilega góð laxveiði, mánuðurinn nýtur þess líka að við fækkum stöngum í ánni niður í 12 á dag. Veiðimenn hafa því um stærri svæði að valsa og fleiri staði til að kasta á.

Laxveiðin í október var hreint ágæt og veiddist alla daga á veiðitíma nema þann 9.10 þegar skilyrði voru slæm. Alls veiddust 245 laxar á 12 stangir á 20 dögum. Það gerir meðalveiði upp á rétt yfir lax á stöng á dag. Besti dagurinn var 19.10 en þá komu 30 laxar á land, þar á eftir voru bestir dagarnir annar og þrettándi okt með 24 laxa hvor.

Við erum búin að setja dagana í október í vefsöluna okkar og eru þeir á bilinu 43-49 þús stöngin á dag.

Hér má skoða vefsöluna í Eystri: https://kolskeggur.is/product-category/eystri-ranga/

Á myndinni má sjá Björn Hlyn með flottann októberlax úr Eystri.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is