You are currently viewing Veiðin í Eystri Rangá síðustu vikuna
Veiðin í Eystri Rangá síðustu vikuna

Margir laxveiðimenn hafa örvænt undanfarnar vikur þar sem áin þeirra rennur varla og aflabrögð eru eftir því. Við í Eystri Rangá glímum blessunarlega ekki við vatnsleysi en það er annað sem er að gera okkur lífið ögn leitt. Eystri Rangá á að hluta upptök í jökli og í hitabrælum undanfarna daga hefur hann bráðnað vel sem hefur sett leiðindalit í ánna. Nú á næstunni eru veðrabrigði og þá vonanadi losnum við við þetta vandamál. Það gæti orðið gaman í haust og um að gera að tryggja sér leyfi hér: https://kolskeggur.is/product-category/eystri-ranga/

Veiðin síðustu vikuna í Eystri Rangá var 158 laxar eða um 22 fiskar á dag. Áin á töluvert inni og við höldum að veiðin glæðist töluvert þegar við erum laus við þessa jökulbráð. Austurbakki Hólsár glímir við sama vandamál en heildarveiðin þar er nú 364 laxar sem er ágætis árangur. Veiðin samtals í Eystri Rangá og Austurbakkanum er því komin í 1948 laxa og við færums nær því að fara yfir 2000 á vatnasvæðinu.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is