You are currently viewing Austubakki Hólsár – Aðalsvæði komið í vefsöluna
Austubakki Hólsár – Aðalsvæði komið í vefsöluna

Aðalsvæðið á Austurbakka Hólsár er ákaflega vinsælt en er þar oft góð veiði, gott aðgengi og hreint frábært veiðihús þar sem fer vel um alla. Sala hefur gengið ákaflega vel fyrir komandi sumar og lítið framboð er orðið eftir. Við eigum þó nokkur spennandi holl í boði sem vert er að skoða viljir þú prófa svæðið og einnig er hægt að kaupa stakar stangir snemmsumars.

Frá 15-22.06 seljum við eingöngu fjórar stangir á dag á hóflegu verði. Þetta er spennandi tími upp á stórlaxinn sem ætti að vera að mæta á þessum tíma. Því næst eigum við á lausu tvö mjög spennadi holl í lok júní, annars vegar 25-27.06 og hins vegar 30.06 -01.07. við eigum svo aftur nokkur holl á lausu um haustið og eru þau á mjög sanngjörnu verði.

Hægt er að skoða lausa daga og versla leyfi hér: https://kolskeggur.is/product-category/holsa-austurbakki-adalsvaedi/

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is