You are currently viewing Haustið læðist að
Haustið læðist að

Þessir haustdagar undanfarið hafa verið hreint ágætir með fínasta veðri sem tilvalið er til útivistar. Helst er að hann sé svolítið kaldur á morgnanna en svo fer hann alveg léttilega yfir fimm gráðurnar yfir daginn. Og það er veiði! Árnar eru aknnski ekki að gefa mikið strax í morgunsárið en þegar hlýnar þá fer hann að taka.

Veiðin í Eystri Rangá var hreint ágæt síðustu vikuna með 108 laxa veidda. Þar sem eingöngu er veitt á 12 stangir á dag þá eru þetta 1.2 lax á stöng á dag sem er vel ásættanlegt í október.

Hólsá og Þverá  hafa verið lítið stundaðar og endurspegla veiðitölur það. Þverá er núna í 70 löxum og hefur veiðin þar í sumar ollið vonbrigðum. Austurbakki Hólsár hefur verið fínn í sumar og er þar bæting á milli ára, hann er nú kominn í 422 laxa á móti 406 í fyrra.

Það er líka farið að hægjast á veiðinni í Affalinu og gaf síðasta vika þar bara 13 laxa.

Á myndinn má sjá Hjalta með 85 cm hrygnu úr Moldarhyl í Eystri Rangá í gær.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is