You are currently viewing Affallið og endaspretturinn
Affallið og endaspretturinn

Þetta rigningarveður hefur ekki verið að gera góða hluti fyrir blessuðu stóru vatnsföllin – Eystri Rangá og Hólsá en minni árnar okkar hafa aftur á móti notið góðs af bleytunni.

Veiðin í Affallinu hefur þannig verið ágæt í september og Þverá í Fljótshlíð hefur tekið góðan kipp líka. Nú hafa veiðst 159 laxar síðan í byrjun september í Affallinu eða rétt yfir sex laxar á dag að meðaltali sem er flottur árangur. Og í Affallinu er ekki bara lax, vel hefur líka veiðst af sjóbirting í ánni sem er fín viðbót við laxinn. Þegar þetta er skrifað hefur Affallið gefið 430 laxa og við höldum að áin fari vel yfir 500 þar sem enn er nánast mánuður eftir af veiðitíma.

Á myndinni má sjá Jónas Kristinn með 93 cm hæng úr Eystri sem tók þrátt fyrir vondar aðstæður og skítakulda.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð johann@kolskeggur.is