You are currently viewing Affall í vefsölu!
Affall í vefsölu!

Gleðilegt nýtt veiðiár, kæru veiðimenn.

Eftir úthlutun eru nokkur laxveiðiholl laus í Affallinu og við ákváðum að skella þeim í vefsöluna þar sem fyrstur kaupir – fyrstur fær.

Hægt er að skoða og kaupa laus holl í Affallinu hér: Affall í Landeyjum

Einnig vorum við að setja þrjú ný holl í Þverá á góðum tíma í vefsöluna: Þverá í Fljótshlíð – Leyfi

Svo minnum við á að haustdagar í Eystri Rangá eru í vefsölunni, það er farið að minnka hratt framboðið og ég myndi ekki bíða mjög lengi með að festa mér leyfi: Eystri Rangá

Veiðikveðja

Jóhann Davíð