You are currently viewing Eystri Rangá 2021!
Eystri Rangá 2021!

Þetta ár var ekki alslæmt á allan hátt og má til að mynda benda á það að algjör metveiði var í Eystri Rangá og átti margur veiðimaðurinn ljúfar stundir þar við bakkann. Áin endaði í 9070 löxum sem er hreint geggjuð veiði!

Góðar og kröftugar göngur voru í ána og að auki þá hjálpaði það að jafna út veiðina að hóflegur kvóti var settur á stöng á vakt. Þannig náði veiðin að haldast mjög góð út tímabilið.

Við erum nú á fullu að bóka næsta ár og er orðið lítið eftir fyrr en 23.08. Við seljum ána með gistiskyldu til 12.09 en maðakaopnun hefur verið færð til 01.09 -04.09 og er hún seld. Í september verða seldar 18 stangir og eru seldir heilir dagar án gistiskyldu frá 13.09, í október verða seldar 12 stangir. Ekki verður lengur selt á svæði en dregið að morgni og svo róterað.

Vel er farið að þynnast framboðið að hausti þannig að ég myndi ráðleggja ykkur að hafa hraðar hendur til að ná í leyfi.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is