You are currently viewing Veiðin í Eystri Rangá 2021
Veiðin í Eystri Rangá 2021

Þó svo að laxveiðin hafi minnkað nokkuð milli ára í Eystri eru aflatölur hreint ekki afleitar fyrir árið 2021. Við skulum skoða þær aðeins nánar eftir mánuðum og meðalveiði á stöng á dag.

Júní 15-30. 

Heildarveiði 85 laxar og þar af stórlaxar 92.9%.

Júlí 

Heildarveiði 953 laxar og þar af stórlax 45%. Það vekur athygli hvað mikið hlutfall af aflanum er stórlax en árið 2020 var hlutfallið um 13%! Þetta er skýringin á þessum mikla mun á milli ára. Smálaxinn var mun fáliðaðri. Meðalveiði á stöng var samt alveg ásættanleg eða 1.7 laxar á stöng á dag.

Ágúst 

Heildarveiði 1144 laxar og þar af smálax 70%. Hér vekur athygli hvað mikið bætist í smálaxinn, hann gekk seint í ána síðasta sumar. Meðalveiði á stöng á dag í ágúst var 2 laxar.

September

Heildarveiði 855 laxar og þar af smálax 66%, hér fer stórlaxinn aðeins að bæta í eins og hann gerir oftast á haustin. Meðalveiði á stöng á dag í september er 1.5 laxar sem er hreint afbragð að hausti. Ég vil minna á að við eigum enn daga á góðu verði í vefsölunni okkar – Eystri Rangá vefsala

Október

Heildarveiði 242 laxar á 20 dögum á 12 stangir. Meðalveiði á stöng á dag í október er einn lax sem er bara nokkuð ásættanlegt. Þess má geta að leyfi í október eru á einungis 43 þúsund og þar má gera góð kaup í veiðileyfum. Mér segir svo hugur að veiðin verði meiri á þessu ári en það eru víst bara bjartsýnar getgátur.

Veiðikveðja,

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is