You are currently viewing Hólsá Austurbakki laus leyfi og fl.
Hólsá Austurbakki laus leyfi og fl.

Austurbakkinn á Hólsá hefur verið vinsæll fyrir komandi tímabil enda er aðstaðan þar fyrsta flokks og góð veiðivon. Á göngutíma er hreint gríðarlegt magn af laxi sem fer þarna í gegn á leið sinni í Þverá og Rangárnar. Einnig hefur verið sleppt seiðum í Hólsána sjálfa sem gerir það að verkum að lax stoppar á svæðinu.

Nú í sumar ætlum við að bæta enn í seiðasleppingar og ætlum að auka þær í 80.000 seiði. Með þessum aðgerðum ætti veiðin bæði að aukast og dreifast fyrir árið 2022.

Fyrir komandi sumar ætlum við að taka veiðihúsið í gegn og gera góða aðstöðu enn betri. Nýtt innbú verður keypt inn, nýtt öflugt grill og að sjálfsögðu verðum við með pensillinn á lofti og kíttispaðann til að gera þetta alveg fyrsta flokks. Það er ætlun okkar að engin verði svikinn af aðstöðunni í Hólsá og þetta beri nafn með rentu sem eitt besta sjálfmennskuhús á landinu.

Eins og áður sagði þá hefur svæðið verið vinsælt og nú er uppselt frá 23.06-01.09, vegna forfall losnaði þó eitt holl á besta tíma 7-9.07 – fyrstur bókar, fyrstur fær. Við viljum svo líka benda á spennandi daga 17-23.06 en miðað við magnið af smálaxi síðasta sumar ætti að vera stórlaxaveisla næsta sumar ef allt er eðlilegt. Haustdagar Hólsá eru líka góður kostur þar sem lax er enn að ganga og sjóbirtingurinn bætist í hópinn.

Hér má lesa nánar um svæðið – Hólsá Austurbakki

Á myndinni má sjá Brynjar með 95 cm fisk úr Ármótum, vonandi fáum við marga svoleiðis í júní.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is