You are currently viewing Júníveiðin í Eystri Rangá 24
Júníveiðin í Eystri Rangá 24

Við opnum Eystri Rangá þann 20.06 og við eigum enn eftir nokkrar stangir í opnun! Það hefur eiginlega alltaf veiðst á opnunardaginn svo þetta er kjörið tækifæri til þess að reyna við þann silfraða. Við eigum líka nokkrar stangir í framhaldinu og eru þær á tilboðsverði.

Undirritaður lætur sig ekki vanta í opnun enda er þá von á þeim stóra. í opnun í fyrra var ég heppinn og landaði laxi sem var nálægt 20 pundunum og má sjá á meðfylgjandi mynd.

hægt er að kaupa leyfi hér: https://kolskeggur.is/product-category/eystri-ranga/

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is