You are currently viewing Eystri Rangá – Júníveiðin 2021
Eystri Rangá – Júníveiðin 2021

Við vorum búin að færa ykkur tölur út júníveiðinni í Eystri Rangá árið 2020 og nú er komið að árinu 2021.

Veiðin drógst nokkuð saman frá því árið áður en heildarveiðin var 85 laxar í júní 2021. Strax á opnunardaginn þann 15.06 veiddust tveir laxar og á bilinu 15-19.06 veiddust 11 laxar. Við opnum ekki fyrr en 20.06 í ár og vonumst eftir því að opnunin verði lífleg.

Besti dagurinn var 29.06 þegar 19 laxar veiddust en næst kom 27.06 með 17 laxa. Stærstir voru sjö laxar í flokknum 90+ og þar af var einn yfir 100 cm. Þessir stóru geta vel verið á sveimi í júní.

Hér er hægt að tryggja sér leyfi í júníveiðina: https://kolskeggur.is/vefsala/

Hér að neðan má sjá nánari útlistun á veiðinni.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is